Um okkur
Okkar sýn er að á Íslandi ríkja hagstæð skilyrði fyrir sprota- og vaxtarfyrirtæki. Það býr mikil hugmyndaauðgi og kraftur í Íslendingum - og jarðvegurinn fyrir tilurð nýrra fyrirtækja er frjósamur. Brunnur vaxtarsjóður er fjárfestingasjóður sem nýtir þau tækifæri sem eru í nýsköpun á Íslandi.
Brunnur Ventures GP ehf. er ábyrgðaraðili fyrir Brunn vaxtarsjóð slhf. Sjóðurinn er í eigu íslenskra lífeyrissjóða, Landsbankans, Brunns Ventures auk nokkurra fjársterkra einstaklinga. Sjóðurinn fjárfestir í íslenskum nýsköpunar- og vaxtafyrirtækjum sem selja eða stefna á að selja vörur eða þjónustu á erlenda markaði. Brunnur Ventures GP greinir og stýrir fjárfestingum fyrir sjóðinn í samvinnu við Landsbréf. Stjórn sjóðsins er skipuð af Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur (formaður), Hjörleifi Pálssyni og Kjartani Erni Ólafssyni.
Árni Blöndal, fjárfestingastjóri
Árni er meðstofnandi og ábyrgðaraðili (general partner) hjá Brunni Ventures GP. Hann býr yfir tveggja áratuga reynslu af rekstri og fjárfestingum í sprotaumhverfinu, sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækis, sjóðsstjóri í vísisjóði og sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf. Árni var framkvæmdastjóri vísisjóðsins Uppsprettu frá 2001-2005 eftir að hann kom frá London, þar sem hann leiddi netauglýsingafyrirtækið bepaid.com. Árni starfaði við fyrirtækjaráðgjöf í alls 9 ár hjá Landsbankanum, Askar Capital og sjálfstætt á tímabilinu 2006-2014 og hefur á ferli sínum komið að meira en 50 fyrirtækjaverkefnum, í 10 löndum, á sviði framtaksfjárfestinga. Hann hefur setið í stjórn fjölda sprotafyrirtækja. Árni er verkfræðingur frá Háskóla Íslands með M.Sc. frá Danmarks Tekniske Universitet í aðgerðagreiningu. Meira hér: is.linkedin.com/in/arnib/en
Sigurður Arnljótsson, fjárfestingastjóri
Sigurður er meðstofnandi og ábyrgðaraðili (general partner) hjá Brunni Ventures GP. Sigurður hefur tveggja áratuga reynslu úr atvinnulífinu m.a. sem meðstofnandi og forstjóri CCP, eins þekktasta leikjafyrirtækja heims, sem fjármálastjóri Industria og Hringrásar og sem fjárfestir og stjórnarmaður í fjölda sprotafyrirtækja. Sigurður gegndi lykilhlutverki á uppgangstímum CCP frá 1999-2002 þegar hann sem forstjóri, leiddi fjármögnun félagsins til þróunar á hinum vinsæla tölvuleik "EVE-online", og tryggði útgáfusamning við Simon & Schuster. Sigurður hefur einnig komið að fjölda annarra framtaksfjárfestinga, svo sem Vivio, Dohop, Notando, NLL Recycling, Solid Clouds og fleirum. Sigurður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með MBA frá Háskólanum í Edinborg. Meira hér: is.linkedin.com/in/arnljotsson/en
Fjárfestingar
Brunnur vaxtarsjóður slhf. hefur fjárfest í eftirfarandi félögum:
![]() Fjárfesting 2019 | ![]() Fjárfesting 2019 | ![]() Fjárfesting 2018 |
---|---|---|
![]() Fjárfesting 2018 | ![]() Fjárfesting 2018 | ![]() Fjárfesting 2017 |
![]() Fjárfesting 2017 | ![]() Fjárfesting 2016 | ![]() Fjárfesting 2016 |
![]() Selt 2017 | ![]() Fjárfesting 2015 |
Brunnur vaxtarsjóður slhf.
Brunnur vaxtarsjóður slhf. er 4 milljarða króna fagfjárfestasjóður í rekstri Landsbréfa og Brunns Ventures GP. Helgi Júlíusson, hjá Landsbréfum, er framkvæmdastjóri sjóðsins. Sjóðurinn var stofnaður árið 2015 og hefur 3-5 ára fjárfestingaskeið. Sjóðurinn fjárfestir í íslenskum sprota- og vaxtafyrirtækjum. Lögð er áhersla á að fyrirtækin sem fjárfest er í búi yfir skalanlegu og gjaldeyrisskapandi tekjumódeli, í eftirfarandi geirum: hugbúnaður, internet, afþreyingariðnaður, hátækni, líftækni, orkuiðnaður, sjávarútvegstækni og matvælaframleiðslu. Ekki verður fjárfest í ferðamannaiðnaði. Áhersla er lögð á að fyrirtækin sem fjárfest er í búi yfir samkeppnisforskoti í formi þekkingar, einkaleyfis eða viðskiptaleyndarmáls, og að frumkvöðlateymið sé framúrskarandi á sínu sviði. Áætlað er sjóðurinn muni fjárfesta í 10-15 fyrirtækjum með fjárfestingu á bilinu 100 - 500 m. ISK, að jafnaði.
Stjórn
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir (formaður)
Rögnvaldur J. Sæmundsson (í varastjórn)
Guðrún Tinna Ólafsdóttir (í varastjórn)
Á mynd frá vinstri: Sigurður Arnljótsson (fjárfestingastjóri), Hjörleifur Pálsson, Árni Blöndal (fjárfestingastjóri), Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson og Ólafur Jóhannsson, framkvæmdastjóri sjóðsins.
Ráðgjafaráð
Stefán Jökull Sveinsson
Former Executive VP of R&D at Actavis and Member the Executive Board, Adviser at Landas, Reykjavik.
Rut Steinsen
CEO of Simplybook.me, Valbonne
David Helgason
Partner at Nordic Makers, Founder of Unity Technologies, San Francisco
Soffía T. Tryggvadóttir
Head of Cloud Marketing, NetApp, Reykjavik
Guðjón Már Guðjónsson
Founder & CEO, Oz, Reykjavík
Svanhvít Friðriksdóttir
Former Director of Communications at WOW air, PR advisor, Reykjavik
Eyþór Jónsson
Director at Accelerate Business Research Center, Copenhagen
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir
Deputy CEO, Carbon Recycling International, Reykjavik
Prof. Þórarinn Guðjónsson
Histology and Stem Cell Research, University of Iceland, Chairman of Icelandic Academia of Science, Reykjavík
Prof. Sigurjón Arason
Food Processing and Engineering at Faculty of Food Sc. and Nutrition, Chief Eng., Matís, Reykjavik
Við viljum heyra frá þér!
Ferlið hjá Brunni er að greina fyrst almennar upplýsingar um félagið, teymið, tækni / gögn, fjármál og áætlun um útgöngu úr fjárfestingunni (exit). Nánari greining, eftir fyrsta fund, felst í að meta viðskiptahugmyndina út frá kynningargögnum og öðrum trúnaðarupplýsingum félagsins. Sendið okkur fundarboð og leggið fram ágrip af áætlun ykkar í stuttu máli (einblöðungur).
© Brunnur Ventures GP ehf | Laugavegi 7, 101 Reykjavík | Sími: 571 7373
Allur réttur áskilinn.