Um okkur

 

Okkar sýn er að á Íslandi ríkja hagstæð skilyrði fyrir sprota- og vaxtarfyrirtæki.  Það býr mikil hugmyndaauðgi og kraftur í Íslendingum - og jarðvegurinn fyrir tilurð nýrra fyrirtækja er frjósamur.  Brunnur vaxtarsjóður er fjárfestingasjóður sem nýtir þau tækifæri sem eru í nýsköpun á Íslandi.

Brunnur Ventures GP ehf. er ábyrgðaraðili fyrir Brunn vaxtarsjóð slhf.  Sjóðurinn er í eigu íslenskra lífeyrissjóða, Landsbankans, Brunns Ventures auk nokkurra fjársterkra einstaklinga. Sjóðurinn fjárfestir í íslenskum nýsköpunar- og vaxtafyrirtækjum sem selja eða stefna á að selja vörur eða þjónustu á erlenda markaði. Brunnur Ventures GP greinir og stýrir fjárfestingum fyrir sjóðinn í samvinnu við Landsbréf. Stjórn sjóðsins er skipuð af Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur (formaður), Hjörleifi Pálssyni og Kjartani Erni Ólafssyni.

Árni Blöndal, fjárfestingastjóri 

 

Árni er meðstofnandi og ábyrgðaraðili (general partner) hjá Brunni Ventures GP. Hann býr yfir tveggja áratuga reynslu af rekstri og fjárfestingum í sprotaumhverfinu, sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækis, sjóðsstjóri í vísisjóði og sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf. Árni var framkvæmdastjóri vísisjóðsins Uppsprettu frá 2001-2005 eftir að hann kom frá London, þar sem hann leiddi netauglýsingafyrirtækið bepaid.com.  Árni starfaði við fyrirtækjaráðgjöf í alls 9 ár hjá Landsbankanum, Askar Capital og sjálfstætt á tímabilinu 2006-2014 og hefur á ferli sínum komið að meira en 50 fyrirtækjaverkefnum, í 10 löndum, á sviði framtaksfjárfestinga. Hann hefur setið í stjórn fjölda sprotafyrirtækja. Árni er verkfræðingur frá Háskóla Íslands með M.Sc. frá Danmarks Tekniske Universitet í aðgerðagreiningu. Meira hér: is.linkedin.com/in/arnib/en

Sigurður Arnljótsson, fjárfestingastjóri

 

Sigurður er meðstofnandi og ábyrgðaraðili (general partner) hjá Brunni Ventures GP. Sigurður hefur tveggja áratuga reynslu úr atvinnulífinu m.a. sem meðstofnandi og forstjóri CCP, eins þekktasta leikjafyrirtækja heims, sem fjármálastjóri Industria og Hringrásar og sem fjárfestir og stjórnarmaður í fjölda sprotafyrirtækja.  Sigurður gegndi lykilhlutverki á uppgangstímum CCP frá 1999-2002 þegar hann sem forstjóri, leiddi fjármögnun félagsins til þróunar á hinum vinsæla tölvuleik "EVE-online", og tryggði útgáfusamning við Simon & Schuster.  Sigurður hefur einnig komið að fjölda annarra framtaksfjárfestinga, svo sem Vivio, Dohop, Notando, NLL Recycling, Solid Clouds og fleirum. Sigurður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með MBA frá Háskólanum í Edinborg. Meira hér: is.linkedin.com/in/arnljotsson/en

 

Fjárfestingar

Brunnur vaxtarsjóður slhf. hefur fjárfest í eftirfarandi félögum:

 

Brunnur vaxtarsjóður slhf.

 
 

Við viljum heyra frá þér!

Ferlið hjá Brunni er að greina fyrst almennar upplýsingar um félagið, teymið, tækni / gögn, fjármál og áætlun um útgöngu úr fjárfestingunni (exit). Nánari greining, eftir fyrsta fund, felst í að meta viðskiptahugmyndina út frá kynningargögnum og öðrum trúnaðarupplýsingum félagsins. Sendið okkur fundarboð og leggið fram ágrip af áætlun ykkar í stuttu máli (einblöðungur).  

 

 

 

© Brunnur Ventures GP ehf | Laugavegi 7, 101 Reykjavík | Sími: 571 7373

 

Allur réttur áskilinn.